Í þessum áfanga kynnast nemendur samsetningu einkatölvu og aðferðum við bilanagreiningu. Lögð er áhersla á virkni undirstöðueininga einkatölvu s.s. örgjörva, rásasett, tengiraufar, minni, einstakar stýringar á móðurborði, hlutverk BIOS, diskastýringar, inn- og úttakstengi. Farið er í val á íhlutum, tölva sett saman frá grunni og gengið frá uppsetningu á algengu stýrikerfi og notendahugbúnaði. Fjallað er um tækniupplýsingar og val á tæknibúnaði í samræmi við þær. Gerðar eru mælingar og
mæliniðurstöður notaðar við lausn verkefna í bilanaleit í vél- sem og hugbúnaði. Áhersla er lögð á að nemendur fái innsýn í samvirkni helstu jaðartækja sem notuð eru með einkatölvum. Þá er fjallað um stöðurafmagn og meðferð rafíhluta.