Nemendur fá innsýn í sögu tískuteikninga fram til dagsins í dag. Í áfanganum er aðaláherslan lögð á frekari æfingar fyrir tískuteikningar, módelteikningar, uppstillingar, mismunandi stílbrigði og frágang teikninga. Nemendur fá þjálfun í að þróa persónulegan stíl samhliða því að vinna að hönnun á fatnaði. Lagður er grunnur í notkun skanna og frekari vinnu í teikniforriti.