Í áfanganum læra nemendur að teikna flatar teikningar, þ.e. tækniteikningar sem sýna nákvæmt útlit á fatnaði og rétt hlutföll. Nemendur læra grunnform líkamans, hlutföll og mismunandi stöður. Kennd eru undirstöðuatriði í hugmyndavinnu fyrir fatnað og hvernig hugmyndir eru útfærðar með tískuteikningum og flötum teikningum. Farið er í teikningar fyrir áferð á efni, mikilvægi lita og frágang teikninga. Kynnt notkun tölvu og forrita fyrir hönnun.