Öllum þáttum, sem nemendur hafa fengið þjálfun í á fyrri stigum þýskunámsins, er haldið við en gerðar eru meiri kröfur um málskilning og færni. Í áfanganum er einkum lögð áhersla á að nemendur geti lesið og skilið margvíslega texta og gert síðan grein fyrir þeim á þýsku, bæði munnlega og skrif­lega.