Orðaforði og málnotkunarreglur, sem komið hafa fram í undanförum, eru rifjaðar upp og þjálfaðar/æfðar. Lokið er við að fara yfir öll helstu atriði þýskrar málfræði. Áhersla er á munnlega tjáningu og skriflega færni með almennum orðaforða um daglegt líf. Í lok þessa áfanga eiga nem­endur að vera færir um að gera sig skiljanlega í þýskumælandi löndum og hafa öðlast góða grunn­þekkingu í málinu.