Í áfanganum er unnið með þann orðaforða sem komið hefur fram í undanförum og aukið við hann. Lögð er áhersla á að nemendur fái innsýn í aðstæður ungs fólks í þýskumælandi löndum hvað snertir nám og atvinnuhætti. Í umfjöllun um Landeskunde er fjallað um skiptingu og sameiningu Þýskalands, en þetta eru atriði sem eru forsenda skilnings á núverandi þjóðfélagsaðstæðum.