Orðaforði og málfræðiatriði, sem komið hafa fram í undanfaranum, eru rifjuð upp og orðaforði eykst. Ný málfræði bætist við og lögð er áhersla á að nemendur geti tjáð sig, bæði munnlega og skriflega, og haldið uppi einföldum samræðum. Unnið er með texta sem varpa ljósi á daglegt líf unglinga og venjur og siði í þýskumælandi löndum.