Í upphafi verða kynnt nokkur meginatriði um þýskumælandi lönd (svo sem lega, stærð og íbúafjöldi) og skyldleiki íslensku og þýsku. Lögð er megináhersla á þjálfun framburðar, uppbyggingu og notkun orðaforða um nánasta umhverfi, munnlega og skriflega tjáningu, hlustun og grunnatriði málfræðinnar sem nauðsynleg eru til að mynda einfaldar aðalsetningar og spurningar.