Í áfanganum fá nemendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan hátt í formi tölvuleikjaforritunar. Við kennsluna er notast við aðferðafræði sem studd er af rann­sóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði auk þess sem unnið er eftir áhugasviði og hraða hvers og eins. Kennslan byggir á tölvuleikjaforritun auk þess sem hugarkortum og flæðiritum við „hönnun“ leikjanna er fléttað inn í kennsluna. Farið er í grunnhugtök forritunar (Javascript og C++). Við forritun tölvuleikjanna er notast við þrívíddar-forritunarumhverfi (Alice).