Farið er dýpra  í aðferðir við litun, þrykk, formun og áferð efna.

Nemendur læra um blöndun lita út frá frumlitunum. Farið er í kaldlitun og heitlitun og tegundir lita fyrir próteintrefjar, sellulósatrefjar og gervitrefjar.

Nemendur læra fleiri aðferðir í þrykki með margs konar efnasamsetningum s.s púff liti, fólíur, ætingu og marbling.

Nemendur fá að kynnast nokkrum aðferðum í formun efna. Farið er í að forma úr pappír, ull og bómull, með hita, brotum, stífelsum og efnablöndum.

Til eru margar aðferðir í vinna með áferð efna. Nemendur gera tilraunir með tilsjón úr ofangreinum aðferðum.