Í áfanganum læra nemendur að vinna með gólfvefstóla, borðvefstóla og myndvefnaðarramma. Nemendur kynna sér uppbyggingu vefstólsins sem tæki til vefnaðar og hvernig uppistaðan binst ívafinu á margbreytilegan hátt. Unnar eru aðferðir í vefnaði sem notaðar eru við úrvinnslu verkefna og skilgreining þeirra hluta í daglegum lífsstíl okkar. Nemendur tileinki sér notkun fagorða, fái þjálfun og tilfinningu fyrir því hvaða textíltrefjar henta hverjum vef. Námið fellst í prufugerð, myndvefnaði í ramma, rannsóknarvinnu, skýrslugerð og frjálsu lokaverkefni.