Farið er í undirstöðuatriði munsturgerðar; form, liti og uppbyggingu hugmynda fyrir textíla. Nemendur læra meðhöndlun, blöndun og notkun náttúrulita, gervilita og hjálparefna við litun á garni, ofnum og prjónuðum efnum. Nemendur fá innsýn og kennslu í þrykktækni og taumálun. Unnið er með stenslaþrykk, rammaþrykk o.fl. Nemendur læra að yfirfæra munstur á silkiramma með ljósmyndatækni. Löggð er áhersla á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð. Verkefnum skilað í möppu með prufum, upplýsandi texta og hugmyndum er sýna fram á notkun þess í tengslum við aðra áfanga.

Farnar eru vettvangsferðir tengdar náminu.