Áfangalýsing:

Í áfanganum er lögð áhersla á teikningalestur og teikningar bygginga og mannvirkja úr steini og gleri. Farið er yfir vinnuteikningar varðandi aðalburðarvirki húsa, einkum þök. Sperrusnið og trjásneiðingar­verkefni. Steypumót. Snúnir stigar, steinsteypa og tré. Nemendur kynnast grunnatriðum tölvu­teikninga og notkun tölvutækni við miðlun uppdrátta og annarra hönnunargagna. Áfanginn er ein­göngu ætlaður húsasmiðum og byggist kennslan aðallega á verkefnavinnu auk þess sem nemendur læra um viðmót og uppbyggingu algengustu teikniforrita.