Í áfanganum er lögð áhersla á teikningalestur og teikningar bygginga og mannvirkja úr steini og gleri. Farið er yfir grundun og undirstöður steinhúsa, steinsteypu-, málm- og glervirki með áherslu á útveggi, klæðningar þeirra og einangrun. Auk umfjöllunar um byggingar er einnig komið inn á önnur mannvirki eins og brýr, hafnir, virkjanir og jarðgöng og útfærslur þeirra. Nemendur kynnast grunnatriðum tölvuteikninga og notkun tölvutækni við miðlun uppdrátta og annarra hönnunargagna. Áfanginn er eingöngu ætlaður húsasmiðum og byggist kennslan aðallega á verkefnavinnu auk þess sem nemendur læra um viðmót og uppbyggingu algengustu teikniforrit