Í áfanganum er fjallað almennt um sýkla og þætti sem hafa áhrif á útbreiðslu þeirra. Fjallað er um sýkingar og forsendur þeirra. Fjallað er um varnir mannsins gegn sýklum, almennar varnir og sérhæfðar varnir. Fjallað er um sóttvarnir og sýklalyf. Fjallað er um ónæmi og ónæmisaðgerðir. Fjallað er um veirur, sjúkdómsvaldandi bakteríur og sveppi ásamt sníkjudýrum. Farið er ýtarlega í gerð þessara sýkla ásamt sjúkdómum sem þeir valda.