Í áfanganum er fjallað um helstu sýkla og smitleiðir þeirra. Sérstök áhersla er lögð á sýkingarhættur á snyrtistofum. Teknar eru fyrir helstu sótthreinsunaraðferðir sem notaðar eru til að hefta útbreiðslu sýkla. Nemendur læra um helstu sýkla og einkenni þeirra, þeir þekki helstu smitleiðir á snyrtistofum og fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart þeim. Þeir fá fræðslu um óæmisvarnir líkamans gegn sýkingu og kynnast notkun á sótt­hreinsiefni sem notuð eru við sótthreinsun húðar og áhalda. Nemendur fá fræðslu um réttan frágang á handklæðum, líni, hárböndum og öðru sem viðkemur vinnu­aðstöðu.