Meginmarkmið

  • Að nemandi geti unnið sjálfstætt að öllum þeim störfum sem falla undir störf sjúkraliða.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að

  • Sýna færni í að tengja bóklegt og verklegt nám í starfi
  • Vera fær um að vinna sjálfstætt og geta brugðist á réttan hátt við aðstæðum sem skapast geta á deildinni hverju sinni
  • Sýna þroska og varfærni í umgengni við skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra
  • Sýna hæfni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk
  • Geta í lok tímabilsins notað starfsheitið sjúkraliði með sóma

Áfanginn er reynslutími fyrir sjúkraliðanema á heilbrigðisstofnun og stendur yfir í 16 vikur, miðað við 100% starf ( 80 vaktir).

Á tímabilinu öðlast nemandinn færni í störfum sjúkraliða undir handleiðslu reyndra sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Heimilt er að skipta starfsþjálfun niður í tvö til þrjú tímabil, en þjálfunin skal þó vera samfelld á hverju tímabili og lágmarksvinnuhlutfall ekki fara undir 60%. Að loknu námi í öldrunaráföngum er nema heimilt að ljúka fjórum til sex vikum af starfsþjálfuninni á öldrunarstofnun eða við heimahjúkrun. Neminn skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi heilbrigðisstofnun setur sínu starfsfólki.

Námsmat

Hjúkrunardeildarstjóri sem hefur sjúkraliðanema í starfsþjálfun skal gefa honum umsögn á miðju tímabilinu og í lok starfsþjálfunar á þar til gerðu eyðublaði.