Áfangalýsing

Í áfanganum er fjallað um aflstýringar fyrir orkufrek tæki og vélar, s.s. ýmsar gerðir mótora, rafala, hitatæki og ljósabúnað. Nemendur fá þjálfun í hönnun og tengingum mismunandi stýringa. Lögð er áhersla á notkun hliðrænna (analog) merkja (4-20mA og 0-10V). Farið er í uppbyggingu á aflstýr­ingum, síum og truflanadeyfibúnaði. Kynnt eru áhrif truflana á annan tækjabúnað. Farið er í stjórn á hraðabreytum, hitastýringum og ljósastýringum með iðntölvum.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • þekki tíðnibreyta
  • þekki mjúkræsa
  • þekki vektorstýringar
  • þekki ljósadeyfa (dimma)
  • þekki aflhluta hitastýringa
  • geti valið stýribúnað fyrir rafmótora, hitatæki og ljósabúnað
  • geti tengt skynjara og aflstýringar við iðntölvur
  • kunni skil á forritun iðntölva

Efnisatriði

Hönnun, forritun og prófun stýriverkefna: Hraðabreytar, hitastýringar, ljósastýringar, iðntölvur með hliðrænum inn- og útgöngum, birtuskynjarar, hitaskynjarar, rakaskynjarar, rennslisskynjarar, stiga­myndir (ladder), skipanalistar, flæðimyndir. Iðntölvur, forritunartæki, PC-tölvur, aðgerðaskjáir, inn- og útgangsbúnaður, skynjarar, hermiforrit.

Námsmat

Byggt er á verkefnavinnu, skýrslum og lokaprófi. Lágmarkseinkunn er 5.