Áfangalýsing

Í þessum áfanga er fjallað um grunnvirkni og notkun rofa og segulliða og rofa- og snertitækni kynnt. Fjallað er um virkni og notkun segulliða í stýrirásum og kraftrásum og tímaliða í stýrirásum. Farið er í undirstöðuatriði við gerð á einlínu- og fjöllínumyndum svo og tákn og staðla sem notuð eru við gerð teikninga um segulliðastýringar. Mikilvægt er að nemendur kynnist tölvuforriti til teikninga á rásum segulliða. Áhersla er lögð á verkefnavinnu og verklegar æfingar þar sem nemendur brjóta verkefni til mergjar, tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður. Einnig er lögð áhersla á að nemendur nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • þekki einfaldar gerðir rofa og segulliða
  • þekki virkni og uppbyggingu segulliða
  • þekki virkni og gerð tímaliða, seinn inn og seinn út
  • geti lesið einfaldar einlínu- og fjöllínuteikningar
  • geti hannað minni og einfaldar rofa- og segulliðastýringar
  • geti tengt einfalda kraftrás
  • kunni skil á notkun mælitækja fyrir einfaldar stýrirásir

Efnisatriði

  • Af/á-rofar, þrýstirofar, stöðurofar, gaumljós. Tákn og gerð teikninga við kraftrásir og stýrirásir. Segul­liðar í kraftrásum, segulliðar í stýringum, tímaliðar í stýringum. Áhöld til merkingar á búnaði.
  •  kunni skil á notkun mælitækja fyrir einfaldar stýrirásir

 

Námsmat

Verkefnavinna og próf. Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5.