Í áfanganum er leitast við að búa til umhverfi sem líkast snyrtistofu í rekstri þar sem viðskiptavinur getur pantað sér þjónustu að vild. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist verklega færni og sýni sjálfstæð vinnubrögð við meðhöndlun og ráðleggingar til við­skiptavina. Nemendur læra að vinna markvisst að verkþáttum námsins þannig að fram komi verkskipulagning, tækni, hraði og leikni í vinnubrögðum. Þeir kunna að ráð­leggja viðskiptavinum með markvissum hætti um notkun snyrtivara og þá með­höndlun sem í boði er á snyrtistofum. Þeir þjálfast í því að greina þarfir við­skipta­vina og veita þjónustu í samræmi við þær þarfir.