Áfanginn er yfirlitsáfangi. Eldra námsefni tekið til nánari athugunar og því gerð betri skil við lausn verkefna af ýmsum toga. Auk þess er bætt við nýju efni og má þar nefna pólhnit, tvinntölur, breiðboga og frekari hagnýtingu heildareiknings. Áhersla er lögð á að nemendur geti nýtt sér þekkingu úr fyrri áföngum við lausn nýrra viðfangsefna og átti sig þannig betur á samhengi hlutanna. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist meiri færni í beitingu reikniregla og að nákvæmni í stærð­fræðilegum vinnubrögðum sé ávallt höfð að leiðarljósi.

Efnisþættir sem eru teknir fyrir eru eftirfarandi: Helstu reiknireglur algebru. Diffrun. Heildun m.t.t. rúmmáls, yfirborðsflatarmál snúða og flatarmál svæða. Pólhnit, ofanvarp, stikun, tvinntölur, sannanir, runur og raðir.