Í áfanganum er fjallað um heildareikning, innsetningu, hlutheildun og liðun í stofn­brot. Nemendur fá þjálfun í því hvernig ákveðið heildi er túlkað sem flatarmál. Nem­endur reikna út flatarmál svæða sem afmarkast af gröfum falla. Reikningar á rúmmál snúða þegar flatarmáli er snúið um x-ás eða línur samsíða honum. Þeir læra um deilda­jöfnur af fyrsta stigi, endanlegar og óendanlegar runur og raðir. Þekki arkarföllin og afleiður þeirra. Áhersla er lögð á stærðfræðileg vinnubrögð. Unnið er með stofn­föll, óákveðið og ákveðið heildi. Undirstöðusetning deilda- og heilda­reiknings og sönnun hennar. Hagnýting heildareiknings. Deildajöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir. Þrepun. Arkarföll og afleiður þeirra.

Efnisþættir sem eru teknir fyrir: Diffrun (bein og óbein), heildun (ákveðin og óákveðin), andhverfur hornafalla, deildarjöfnur af fyrsta stigi, rúmmál snúða og flatarmál svæða, lograföll, runur,  raðir og þrepun.