Í áfanganum þjálfast nemendur í meðferð tölulegra upplýsinga og úrvinnslu þeirra og framsetningu. Þeir læra helstu tákn og formúlur sem notaðar eru í gagnavinnslu og líkinda­reikningi. Nemendur vinni rannsóknarverkefni sem tengist raunveruleika þeirra. Kynnast gagnavinnsla úr talnasafni, gerð tíðnitaflna, súlurita, stuðlarita, línu­rita auk annarrar myndrænnar framsetningar gagna. Þeir læra helstu mælikvarða á mið­sækni og dreifingu, nánar tiltekið: meðaltal, miðgildi, tíðasta gildi, vegið meðal­tal, seiling, meðalfrávik, staðalfrávik og hlutafallslegu fráviki. Grunnhugtök talningar­fræði: margföldunarregla, n hrópmerkt, umraðanir og samantektir. Grunnhugtök lík­inda­fræðinnar: úrtaksrúm, sammengi, sniðmegni, fyllimengi og tengsl atburða. Hóp­verkefni.