Í áfanganum læra nemendur undirstöðuatriði talnameðferðar og algebru. Einföld atriði talningafræði, þar með talið grunnatriði mengjafræði. Eiginleikar falla. Graf falls, sér í lagi fyrstu og annars stigs margliðu. Nemendur læra að leysa annars stigs jöfnur og spreyta sig á verk­efnum þar sem annars stigs jöfnur koma við sögu. Jöfnur falla og myndræn túlkun á þeim. Hagnýt verkefni leyst með gröfum falla.

Efnisþættir sem eru teknir fyrir: Talnameðferð, talningafræði, mengi, bein lína, hallatala, annars stigs jöfnur, fleygbogi, skurðpunktar falla, fallhugtakið.