Í áfanganum er fjallað um spænskar bókmenntir og menningu. Kynntir eru helstu rit­höfundar Spánar og listamenn (s.s. Cervantes, Lorca, Machado, Cela, Sender, Matute, Grandes, Gaite). Blöð og tímarit eru lesin, horft á kvikmyndir (s.s. eftir Saura, Almodovar, Treuba og fleiri) og hlustað á spænskt útvarpsefni. Nemendur velja sjálfir meginþemu áfangans og kynna vinnu sína reglulega, bæði munnlega og skrif­lega, og nýta sér þau gögn og gagnabanka sem aðgengilegir eru, einnig er lögð nokkur áhersla á þýðingar á stuttum bókmenntatextum. Nemendur eiga að geta rætt og ritað um verkefni sín á nokkuð góðri spænsku og nokkuð hratt og geta tekið þátt í allflóknum umræðum. Málfræðivillur eru kannaðar og unnið út frá þeim í verkefnum nemenda. Lögð er áhersla á flóknari atriði málfræðinnar.