Í áfanganum er lokið við að fara yfir öll helstu grundvallaratriði spænskrar málfræði. Áhersla er á notkun viðtengingarháttar nútíðar og þátíðar og skildagatíðar. Orðasam­bönd, sem geta tekið með sér viðtengingarhátt og/eða framsöguhátt, eru tekin fyrir. Nemendur öðlast færni í réttri notkun þátíða. Stutt skáldsaga eða smásögur eru lesnar og verkefni unnin upp úr þeim. Munnleg tjáning er mikið æfð og reynt að festa í sessi virkan orðaforða. Nemendur kynna sér fjölbreyttan menningarheim hinna spænsku­mælandi þjóða og bera saman við sinn eigin. Nemendur vinna margvísleg þemaverk­efni saman og kynna fyrir samnemendum sínum. Upplestur texta er æfður. Áhersla er lögð á ríkan orðaforða og nokkuð rétta málfræði. Framburður er þjálfaður.