Í áfanganum öðlast nemendur leikni í að segja frá liðnum atburðum í þátíð og að endur­segja lengri texta. Lesnir eru bókmennta- og nytjatextar og verkefni unnin, þýðingar og endursagnir úr þeim. Mikil áhersla er lögð á tileinkun orðaforða með notkun orðabóka (spænsk-spænskra m.a.) og talæfingum. Rík áhersla er lögð á dag­legt talmál. Samskiptahæfni nemenda er þjálfuð markvisst. Nemendur læra að tala af meiri hraða og lipurð og læra frekar um framburðarreglur, þeir fá þjálfun í notkun tíða og gera greinarmun á atburðum og ástandi. Þjálfuð er hlustun og skilningur á algeng­ustu orðasamböndum er snerta persónulega hagi. Stefnt er að því að ná megininntaki í sam­tali þriggja til fjögurra einstaklinga. Nemendur fá markvissa ritþjálfun þar sem unnið er með málfræði, stíl og orðaforða, nánar tiltekið með efni af menn­ingarlegum toga í kennslubók