Í áfanganum er megináhersla lögð á samtalsæfingar úr efni áfangans, bætt er við orða­forða og málfræði auk þess sem nemendur læra að nota aðrar tíðir sagna. Bætt er jafnt og þétt við óvirkan og virkan orðaforða. Nemendur eru hvattir til að búa sjálfir til sam­töl sem tengjast lesefninu. Þeir lesa efni af menningarlegum toga og leysa verk­efni tengd því. Nemendur ná leikni í að bjarga sér í spænskumælandi landi. Þeir æfa fram­burð og rifja upp reglur um framburð og áherslur í spænsku og byggja upp orða­forða um athafnir daglegs lífs og tileinka sér þann orðaforða sem er í kennslu­bókinni og þjálfaður er markvisst í kennslustundum. Þeir læra grundvallar­atriði í málfræði með íslenskt mál til hliðsjónar. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist sem flestum þáttum menningarlífs spænskumælandi þjóða: stjórnmálum, bókmenntum, sögu, listum, mat, kvikmyndum, sérstökum orðaforða, félagslegum vandamálum, spillingu, fjölskyldu­gerð, kynþáttum