Markmiðið með áfanganum er að nemendur verði hæfari í notkun stafrænna mynda, með þekkingu og þjálfun í notkun á forritunum Photoshop, InDesign og Illustrator. Mikilvægt er að nemendur á myndlistarbraut velji þennan áfanga til að þeir geti nýtt sér stafræna tækni í ljósmyndun, grafískri hönnun og myndrænni framsetningu, t.d. við gerð portfoliu (ferilmöppu) og í málun og teikningu.

Nemendur sem ekki kunna á Photoshop, InDesign og Illustrator geta ekki sótt um áfangann MYL 3236: Grafísk hönnun.