Í áfanganum er fjallað um líffæra- og lífeðlisfræði eftirfarandi líffærakerfa: Innkirtla, hjarta- og æða, öndunarfæra, meltingarfæra, þvag- og kynfæra. Fjallað er um orsakir sjúkdómanna, einkenni þeirra og meðferð. Lögð er áhersla á að nemendur þekki algengustu sjúkdóma hvers líffærakerfis og hvar hægt er að nálgast nýjar upplýsingar vegna þeirrar öru þróunar sem er á sviði tækni, meðferðar og vísindalegrar þekkingar varðandi sjúkdóma.