Í áfanganum er fjallað um gildi virðingar og fordómaleysis í samskiptum okkar. Áhersla er á sjálfstyrkingu nemenda og farið í þá þætti sem styrkja sjálfstraust og ákveðni í samskiptum. Skoðað er hvernig líkamstjáning getur mótað gæði samskipta og nemendur meta hvernig tjáskipti án orða hefur áhirf á samskipti daglegs lífs. Viðtalstækni og samræður æfðar í kennslustundum og hvað ber að hafa í huga þegar um viðkvæm málefni er að ræða.