Atferli, hugsanir og viðhorf skoðuð í félagslegu samhengi. Áhersla er lögð á virkni nemenda, t.d. að þeir geri viðhorfakönnun, tilraun á staðalmyndum, hjálpsemi, hlýðni eða því um líku; æfi samskipti, greiningu á og beitingu líkamstjáningar. Mismunandi persónuleikakenningar eru skoðaðar og tilraun gerð til að búa til nothæft persónu­leikapróf. Álitamál og staðreyndir varðandi greind, vitsmunaþroska og greindar­mælingar kynntar. Nemendur vinna að verkefnum eins og rökfærsluritgerð eða stuttum greinargerðum um afmörkuð efni. Áhersla er líka lögð á að nemandi geti tekið sjálfstæða, vel rökstudda afstöðu til álitamála varðandi félagssálfræði, greind eða persónuleika. Einnig er fjallað um aðlögun og ást, hópa, hópstarf, samskipti og tjáningu, vinnusálfræði.