Í áfanganum er fjallað um streitu, einkenni hennar, áhrif á heilsu og streituþol. Nemendur meta eigin streitu og skoða leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Hugtakið geðheilbrigði er skoðað svo og forvarnir í geðheilbrigðismálum. Nemendur fræðast um algengustu flokka geðrænna vandamála, orsakir þeirra tíðni, einkenni og meðferð. Þannig öðlast nemendur innsæi og skilning á aðstæðum og aðbúnaði geðfatlaðra. Viðhorf nemenda rædd með það fyrir augum að ýta undir virðingu, skilning og umburðarlyndi í garð geðfatlaðra