Áfangalýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái hagnýta þekkingu á notkun aðgerðamagnara og rafeindabúnaðar sem notaður er til aflstýringa, svo sem stýrðra afriðla. Farið er í teiknitákn og virkni

íhlutanna sem um ræðir. Fjallað um FET-transistora þar sem lögð er áhersla á virkni, teiknitákn og kennilínurit. Einnig eru kynntir undirflokkar, MOS – FET E og D. Áfram er unnið með virkni og bilana­greiningar með notkun tíðnigjafa og sveiflusjár og nemendur þjálfaðir í notkun hermiforrits fyrir raf­magns- og rafeindarásir.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • kunni góð skil á virkni aðgerðamagnara, svo sem samanburðaraðgerðamagnara, snúinna og ósnúinna aðgerðamagnara og geti reiknað rásir með þeim
  • þekki UJT, diac, triac og SCR
  • þekki ljósdeyfa og virkni þeirra
  • þekki einfaldar gerðir mótorstýringa
  • hafi gott vald á mælitækjum til mælinga á rafeindarásum
  • þekki eiginleika JFET- og MOSFET-transistora og virkni þeirra
  • geti lesið úr grafi þar sem Id er fall af Uge

Efnisatriði

Aðgerðamagnarar, SCR rásir, UJT, triac, diac, samanburðarrás, hitastýringar, ljósdeyfar, rafalar og mótorstýringar.

Námsmat

Verkefnavinna og próf. Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5.