Í áfanganum er farið yfir uppbyggingu og virkni þrífasaspenna ásamt varnarbúnaði þeirra, gerðar allar algengustu tengingar á þrífasaspennum með viðeigandi mælingum og útreikningum og teiknaðar tengimyndir af viðkomandi tengingum. Gerð er grein fyrir olíukældum spennum og varnarbúnaði þeirra. Fjallað um vara- og neyðarafl frá sjálfstæðum rafstöðvum. Einnig er farið í niðursetningu og frágang dísilrafstöðva, öryggishlífar og aðrar snertivarnir fyrir rafbúnað og vélrænan búnað. Æfð er meðferð og notkun verkfæra og mælitækja sem notuð eru við niðursetningu á vélum. Gerð er grein fyrir ræsi-og stjórnbúnaði dísilvéla, smurþörf og smurkerfum. Gerð er grein fyrir samfösun og samkeyrslu samfasarafala. Kynnt er raforkuframleiðsla með vatnsafli, gufuafli, vindafli, sólarorku og efnarafölum. Kynnt er fyrirbyggjandi viðhald véla og tækja.