Í þessum áfanga er lögð áhersla á nýtingu tölvutækni við gerð raflagnateikninga svo og við magntöluskráningu og kostnaðarreikninga.

Nemendur læra á helstu teikniforrit sem notuð eru við gerð raflagnateikninga, kynnast íslenskum og erlendum stöðlum um raflagnateikningar, gerðir teikninga og öll almenn og sérstæð teiknitákn. Þeir læra að þekkja teiknireglur er varða teikningar á tölvutæku formi og gerð tæknilegra tengiskilmála.

Áfangalýsing

Í þessum áfanga er lögð áhersla á nýtingu tölvutækni við gerð raflagnateikninga svo og við magntölu­skráningu og kostnaðarreikninga. Teiknaðar eru sniðmyndir af gegnumtökum og afstöðumyndir og grunnmyndir af stærri veitum.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • þekki helstu teikniforrit sem notuð eru við gerð raflagnateikninga
  • þekki íslenska og erlenda staðla um raflagnateikningar, gerðir teikninga og öll almenn og sér­tæk teiknitákn
  • þekki teiknireglur er varða teikningar á tölvutæku formi
  • geti teiknað, magntölutekið og kostnaðarreiknað raflagnateikningar með aðstoð tölvu
  • geti valið og ákvarðað efni og búnað fyrir raflagnir í öllum neysluveitum
  • hafi gott vald á að minnsta kosti einu teikniforriti sem notað er við gerð raflagnateikninga
  • hafi gott vald á öllum almennum og sértækum teiknitáknum
  • hafi gott vald á teiknireglum varðandi teikningar, magntöluskrá og kostnaðarreikning á tölvu­tæku formi
  • hafi gott vald á tæknilegum tengiskilmálum

Efnisatriði

Iðnver, framleiðsluver, nýlagnir, viðhaldslagnir, varnarráðstafanir, rofabúnaður, tenglabúnaður, ljósa­búnaður, stýribúnaður, raftaugar, frágangur og skipulag te