Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur efli enn frekar þekkingu og færni í undir­stöðu­þáttum RLT 1024 og þjálfist í að beita þeim við raunhæf verkefni. Þeir fá nú þjálfun í að teikna og lesa flóknari raflagnir, bæði innfelldar og áfelldar s.s. fyrir þjónustu- og iðnaðarveitur allt að 200 Amper. Nemendur læra einnig að magntölu­taka og kostnaðarreikna stærri neysluveitur s.s þjónustu og iðnaðarveitur allt að 200A.

 

Áfangamarkmið

Nemandi

 • þekki reglur um blaðstærðir, mælikvarða og teikniáhöld
 • þekki íslenskan staðal um raflagnateikningar, gerðir teikninga og öll almenn og sértæk teikni­tákn
 • þekki teiknireglur fyrir stærri neysluveitur, svo sem þjónustu og iðnaðarveitur allt að 200A
 • þekki tæknilega tengiskilmála
 • geti teiknað og teikningalesið flóknar raflagnateikningar í stærri neysluveitur, svo sem þjónustu- og iðnaðarveitur allt að 200 A
 • geti magntölutekið raflagnateikningar og kostnaðarreiknað stærri neysluveitur, svo sem þjónustu- og iðnaðarveitur allt að 200 A
 • geti valið og ákvarðað efni og búnað fyrir raflagnir í stærri neysluveitum, svo sem þjónustu- og iðnaðarveitum allt að 200 A
 • hafi gott vald á heitum og hugtökum raflagnateikninga í stærri neysluveitum, svo sem þjónustu- og iðnaðarveitum allt að 200 A
 • hafi gott vald á teikningalestri, magntöluskrá og kostnaðarreikningi í stærri neysluveitum, svo sem þjónustu- og iðnaðarveitum allt að 200 A
 • hafi gott vald á reglugerðarákvæðum varðandi teikningar í stærri neysluveitum, svo sem þjónustu- og iðnaðarveitum allt að 200 A
 • hafi gott vald á raflagnatáknum í stærri neysluveitum, svo sem þjónustu- og iðnaðarveitum allt að 200 A