Í áfanganum skrifa nemendur u.þ.b. 4000 orða heimildaritgerð. Ritgerðin er uppsett samkvæmt almennum reglum um ritun og frágang. Nemendur fjalla um efni sem tengist áhugasviði og jafnframt framtíðarstarfi hans. Tilgangurinn er að nemendur kafi dýpra og auki við þá þekkingu sem þeir hafa þegar hlotið í námi sínu.