Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynni sér reglugerð um raforkuvirki og kynnist því hvernig ákvæðum reglugerðar um öryggisþætti er framfylgt við verklegar framkvæmdir. Farið er í varnarráðstafanir, yfirstraums- og yfirspennuvarnir, búnað og efnisval með tilliti til nýframkvæmda, viðhalds og endurbóta á gömlum neysluveitum. Kynntar eru vinnureglur löggildingarstofa, frágangur á umsóknareyðublöðum varðandi heimtaug, verktökur og úttektarbeiðnir. Farið er í vettvangsferðir í mismunandi neysluveitur og gerðar úttektir á þeim í samvinnu við rafverktaka. Einnig er fjallað um frágang á tilkynningarskyldum eyðublöðum til löggildingarstofu og rafveitu. Þá eru kynnt ákvæði reglugerða um raflagnir í skipum sem og ákvæði byggingarreglugerðar er varða raflagnir og rafbúnað.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • þekki reglugerð um raforkuvirki sem varðar raflagnir í öllum neysluveitum, s.s. íbúðum og sumarhúsum, iðnaðar-, framleiðslu- og fiskiðjuverum, háspennuvirkjum og sérstæðum raforkuvirkjum
  • þekki efni og búnað til raflagna í iðnaðar-, framleiðslu- og fiskiðjuverum, háspennuvirkjum og sérstæðum raforkuvirkjum
  • þekki reglugerðir um raforkuvirki, bruna- og byggingarreglugerð er varða raflagnir
  • þekki reglur, vinnubrögð og eyðublöð er varða fullnaðarúttekt löggildingarstofu á neyslu­veitu
  • Aðalnámskrá framhaldsskóla – rafiðngreinar 65
  • þekki öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og löggildingarstofu
  • geti valið og leiðbeint með efni og búnað fyrir raflagnir í öllum neysluveitum, s.s. íbúðum og sumarhúsum, iðnaðar-, framleiðslu- og fiskiðjuverum, háspennuvirkjum og sérstæðum raforkuvirkjum
  • geti spennu- og einangrunarmælt neysluveitur, prófað og mælt virkni varnar- og leka­straumsbúnaðar
  • geti hringrásarmælt neysluveitur
  • geti tekið út og tilkynnt neysluveitur
  • hafi gott vald á reglugerðarákvæðum varðandi innfelldar og áfelldar raflagnir í öllum neyslu­veitum, s.s. íbúðar- og sumarhúsum, iðnaðar-, framleiðslu- og fiskiðjuverum, háspennuvirkjum og sérstæðum raforkuvirkjum
  • hafi gott vald á heitum og hugtökum raflagna og búnaði þeirra, s.s. stofnum, kvíslum og greinum, taugum og tengingum, fasataug, N-leiðara, PE-leiðara (varnarleiðari) og PEN-leiðara (varnarnúllleiðari)
  • hafi gott vald á uppbyggingu og virkni varnarbúnaðar, s.s. mótorrofa og vélstýringum, útleys­ingarbúnaði og liðavörn
  • hafi gott vald á teikningalestri, úttektar- og tilkynningarákvæðum löggildingarstofu og raf­veitna
  • hafi gott vald á öryggisþjónustukerfi rafverktaka og löggildingarstofu
  • Efnisatriði

    Reglugerð um raforkuvirki, orðsendingar, tæknilegir tengiskilmálar, reglugerðir um brunavarnir, byggingarreglugerð, reglugerðir staðla, öryggisþjónustukerfi rafverktaka, einangrunarmælir (Megger), hringrásar-, skammhlaups- og jarðskautsmælir, lekastraumsprófunarmælir. Reglugerðarákvæði varð­andi lágspennuvirki, háspennuvirki, nýlagnir, viðhaldslagnir, varnarráðstafanir, rafbúnað og neyslu­tæki, raftaugar, eftirlit og löggildingar, tilkynningar, frágang eyðublaða, öryggiskerfi, þurra staði, raka staði, rykuga staði, íbúðarhús, sumarhús, gripahús, smærri iðnaðar- og þjónustubyggingar, iðnaðar­hús, verslunarhús, verkstæðishús, fiskvinnsluhús, háspennuvirki, sérstæð raforkuvirki.

    Námsmat

    Byggt er á verkefnavinnu, skýrslum og lokaprófi. Lágmarkseinkunn er 5.