Áfangalýsing

Í þessum áfanga er fjallað um grundvallarhugtök og lögmál rafmagnsfræði jafnstraums. Kynnt eru Ohms-lögmál, lögmál Kirchoffs, lögmál Jouls og lögmál um afl og orku og virkni þessara lögmála prófuð.

í mælingarverkefnum. Hugtökin straumur, spenna, viðnám, afl og orka eru kynnt og lögð til grundvallar því að nemandi geti reiknað út og staðfest með mælingum strauma, spennuföll og við­nám í jafnstraumsrásum. Fjallað er um mismunandi spennugjafa, s.s. rafhlöður og jafnspennugjafa. Þá er farið í merkingar og teiknitákn fyrir viðnám.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • kunni skil á Ohms-lögmáli
  • þekki helstu heiti og hugtök rafmagnsfræði jafnstraums
  • þekki lögmál Kirkhoffs
  • þekki lögmál um afl og orku
  • geti notað hliðræna og stafræna fjölsviðsmæla til að staðfesta útreikninga í rafmagns­rásum
  • geti reiknað og mælt út viðnám, strauma og spennur í raðtengdum og hliðtengdum rásum
  • geti sett niðurstöður verkefna fram í skýrsluformi

Efnisatriði

Ýmsir eiginleikar efna, leiðni, einangrun, jafnspenna DC, spennugjafar, rafhlöður, Ohms-lögmál, lög­mál Kirchoffs, Jouls-lögmál, afllögmál, raðtengdar rásir, hliðtengdar rásir, merkingar á viðnámum (litakóði).

Námsmat

Verkefnavinna og próf. Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5.