Í þessum áfanga er áhersla lögð á boðskiptalagnir, s.s. tölvulagnir, símalagnir, dyrasímalagnir og loft­netslagnir. Farið er yfir frágang og tengingar allra almennra smáspennulagna. Einföld kerfi eru tengd. Skoðuð er burðargeta mismunandi boðskiptastrengja og mælingar gerðar. Nemendur læra um loft­netsbúnað og tengingar við hann og þjálfast í að hanna og setja upp einfalt loftnetskerfi fyrir sjón­varp. Nemendur læra um uppbyggingu dyrasíma, uppsetningu þeirra og bilanaleit.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • þekki reglugerðir um boðskiptalagnir
  • geti tengt boðskiptalagnir við krosstengibretti (patchpanil)
  • þekki aðferðir og kröfur við lagningu boðskiptalagna
  • geti lagt boðskiptalagnir (tölvu-, síma-, hljóð,- mynd- og loftnetslagnir)
  • þekki kröfur um frágang á köplum í rennum, bökkum og stigum
  • þekki hættu á skemmdum á smáspennurásum við einangrunarmælingu
  • geti hannað og tengt einfalt loftnetskerfi
  • geti hannað og tengt einfalt dyrasímakerfi
  • geti hannað og tengt einfalt tölvukerfi

Efnisatriði

Boðskiptalagnir, síma, tölvu, loftnets og dyrasímalagnir. Tengingar á endabúnaði boðskiptalagna. Kynning á annarri tækni svo sem ljósleiðara. Frágangur og kapalfestingar.

Námsmat

Verkefnavinna og próf. Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5.

.