Í þessum áfanga er fjallað um uppbyggingu á stærri húsveitum, raflagnir, lágspennu og smáspennulagnir. Lögð er áhersla á lagnaefni, lagnaleiðir, aðal- og dreifitöflur, lýsingarkerfi, iðnaðartengla og tengikvíslar. Ennfremur boðskiptakerfi (loftnets-, dyrasíma- , síma- og tölvukerfi) í fjölbýlishúsum. Farið er í sérákvæði í reglugerðum
varðandi raf- og smáspennulagnir. Gerð er aðaltafla fyrir iðnaðarveitu með straumspennamælingum, raf- og smáspennulögnum, lekastraumsvörn og spennujöfnun. Unnar eru tilkynninga- og mælingaskýrslur og gerðar efnis- og
kostnaðaráætlanir.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • þekki stærri neysluveitur
  • geti efnistekið og tillögufært stærri verkefni
  • hafi gott vald á heitum og hugtökum í stærri neysluveitum
  • hafi góða yfirsýn yfir þróun boðskipta- og smáspennubúnaðar

Efnisatriði

Aðaltöflur, stofnar, heimtaugar, loftnet, dyrasímar, símkerfi, straumspennar, tölvur, greinar, greina­töflur, stofnstrengur, þrífasa tenglar, klær, hulsur, mótorar, hringrásamælir, megger, avomælar, ljós (ýmsar tegundir), fasaröðun, lekastraumsvörn, spennujöfnun.

Námsmat

Byggt er á verkefnavinnu, skýrslum og lokaprófi. Lágmarkseinkunn er 5.