Áfangalýsing

Í þessum áfanga er lögð áhersla á uppbyggingu á minni húsveitum frá heimtaug til einstakra neyslu­tækja fyrir allt að 100A heimtaug í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Fjallað er um helstu þætti raflagna og búnað þeirra fyrir ljósa- og tenglagreinar. Áhersla er lögð á að nemandi kunni góð skil á varnarráð­stöfunum í stærri húsveitum. Kynnt eru sérákvæði í reglugerðum, t.d. varðandi raflagnir í einstökum rýmum, og staðsetning á töflum. Gerðar eru verklegar æfingar, m.a. við uppsetningu aðaltöflu, raf­lagnir að þrífasa rafhreyfli, mælingar og prófanir, efnis- og kostnaðaráætlanir o.fl.

Áfangamarkmið

Nemandi

 • þekki virkni kæli-, frysti-, hita- og loftræstikerfa
 • geti tengt stýribúnað fyrir ýmis sérkerfi
 • þekki stærri verslunar- og iðnaðarveitur
 • geti lagt og tengt ýmis sérkerfi varðandi stærri neysluveitur
 • kunni skil á reglugerðarákvæðum varðandi stærri neysluveitur
 • þekki raflagnaefni skipa, s.s. streng og búnað
 • þekki rafala bæði jafnstraums og riðstraums
 • þekki startkerfi ýmiss konar í skipum
 • kunni skil á 12 og 24 volta kerfum smá- og skemmtibáta
 • þekki stýrisvél skipa
 • þekki útleiðslumælingar
 • geti tengt geymasamstæður
 • geti teiknað, lagt og tengt raflagnir í skip
 • kunni skil á reglugerðum Siglingastofnunar varðandi frágang raflagna

Efnisatriði

Rafkerfi skipa, kælikerfi, frystikerfi, loftræstikerfi, hitakerfi, lyftur, rafalar, startarar, færarúllur, stýris­vélar, skipastrengir, siglingaljós, siglingaljósatöflur, veiðiljós, jafnstraumur, riðst