Áfangalýsing

Í þessum áfanga kynnist nemandinn starfi rafiðnaðarmannsins, m.a. með heimsóknum á vinnustaði og söfn. Gerðar eru áhugaverðar tilraunir til að auka skilning á eðli og hegðun rafmagns. Fjallað er um efnisfræði og virkni ólíkra rofa kennd með hjálp smíða- og tengiverkefna. Einfaldur búnaður er tengdur á fagmannlegan hátt.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • kynnist vel starfi og starfssviði rafiðnaðarmannsins
  • öðlist skilning á eðlisfræðilegri hegðun rafmagns, meðal annars með litlum verkefnum.
  • fræðist um ólíkar gerðir rofa, tengingu þeirra og notkun
  • kynnist ólíkum gerðum víra og meðhöndlun þeirra með tilliti til aðstæðna
  • fræðist um öryggismál og reglugerðir er varða rafmagn
  • geti fagmannlega tengt klær og hulsur
  • æfi áfellda kapallögn og tengingu rofa, tengla og ljósa
  • kynnist nokkrum raflagnatáknum, reglugerð og öryggismálum
  • þjálfist í notkun handverkfæra sem notuð eru í rafiðnaði
  • kynnist algengustu efnum í rafiðnaði

Efnisatriði

Kynningarstarf, hegðun rafmagns, öryggismál, einfaldir rofar, krónurofar, samrofar, krossrofar, tenglar, ljósabúnaður, falir, klær, hulsur, efnisfræði, meðhöndlun grannra víra.

Námsmat

Verkefnavinna og próf. Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5.