Lögð er megináhersla á að nemendur öðlist frekari þjálfun í prjóni og hekli í formi prufugerðar. Nemendur gera hugmyndamöppu og vinna tilraunir út frá henni. Hæfni nemandans er þjálfuð í sjálfstæðum vinnubrögðum og samspili hugmynda, hráefnis, tækni og listrænnar sköpunar. Nemendur vinna lokaverkefni í prjóni eða hekli þar sem þeir hanna og útfæra hugmynd að fullgerðri flík