Í áfanganum er lögð áhersla á hekl og prjóna aðferðir, munsturgerð og litasamsetningar. Nemendur læra ýmsar aðferðir í prjóni s.s. úrtöku, útaukningu, munsturprjón og kaðlaprjón. Í hekli læra nemendur grunnatriði í hekli; fastahekl, keðjulykkjur og stuðla og fá þjálfun í að vinna eftir uppskriftum. Unnin er hugmyndamappa sem inniheldur tilraunir, prufur og vinnulýsingar. Nemendur vinna eitt lokaverkefni annaðhvort í prjóni eða hekli.