Nemendur sem huga á frekara nám í listum munu búa til portfolíu (ferilmöppu) til að senda í lista­háskóla. Í ferilmöppunni verða verk sem nemandinn hefur unnið. Nemendur fá aðstoð kennara við að hanna ferilmöppuna. Í áfanganum er nemendum einnig kennt að ljósmynda eigin verk. Farið verður á sýningar, heimsóknir í skóla og fyrirtæki. Til að standast áfangann þarf að skila inn portfolíu.