Í áfanganum er fjallað um íslensku manneldismarkmiðin og hvernig hægt er að haga mataræði í samræmi við þau. Fjallað er um orkuefnin, steinefni, snefilefni, vítamín og virk plöntuefni. Farið er yfir alla matvælaflokkana með tilliti til næringargildis og uppbyggingar hollra máltíða. Nemendur reikna út næringargildi eigin mataræðis, æfa sig í að byggja upp hollar máltíðir og reikna út næringargildi þeirra. Næringarforrit eru notuð til útreikninga. Kynnt eru lög og reglugerðir um aukefni og vörumerkingar matvæla og nemendur þjálfaðir í að lesa innihaldslýsingar þeirra.

Fjallað er um næringarþarfir fólks á ýmsum aldursskeiðum. Mataræði sjúklinga á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og í heimahúsum er tekið fyrir. Fjallað er um allar helstu gerðir af sérfæði og forsendur fyrir því.