Í áfanganum læra nemendur um samtímalist frá 1975 til 21. aldar. Sömuleiðis kynnast nemendur þróun byggingarlistar á 20.öld. Nemendur skoða strauma og stefnur í íslenskri jafnt sem erlendri myndlist frá 1975 til samtímans. Nemendur læra um listheiminn og hlutverk safna og sýningarsala. Leitast er við aðskoða það nýjasta í samtímalistinni hverju sinni með því að nýta upplýsingatækni og fylgjast með sýningahaldi og listumfjöllun fjölmiðla. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum og unnin skrifleg greiningarverkefni. Nemdur flytja fyrirlestur eða sambærilega kynningu í tengslum við efni áfangans.