Í áfanganum læra nemendur um sjónlistir frá miðri 17. öld og fram yfir miðja 20.öld. Meðal efnisþátta eru barokk og rókókóstíll, nýklassisismi, rómantíska stefnan, raunsæið, impressjónisminn og art nouveu. Nemendur kynnast einnig framúrstefnum í byrjun 20. aldar svo sem expressjónisma, kúbisma, dada, súrrealisma og abstraktlist. Kennsla fer fram með fyrirlestrum kennara, unnin eru skrifleg verkefni með myndgreiningu og nemendur flytja sömuleiðis stutta fyrirlestra sem þau vinna út frá ritgerðarverkefnum.